today-is-a-good-day

Slegist um stærstu DC stórmyndina

Árið 2017 kom úr mynd sem ber nafnið Justice League. Leikstjórinn Zack Snyder hafði tekið við DC lineup’inu og verið að gera sitt með þann heim. Þegar hann þurfti svo að stíga til hliðar frá framleiðslu myndarinnar þegar persónulegur harmleikur skall á, var Joss Whedon fenginn til að koma og “klára” myndina fyrir hann. En myndin sem Zack Snyder vildi gera, og myndin sem Joss Whedon gerði eru tvær mjög, mjög ólíkar myndir.

Eftir almenna óánægju með Justice League fóru netverjar að biðja um útgáfu Snyder af kvikmyndinni, þar sem að kynningarefni fyrir myndina bar alls ekki saman við afurðina sem rataði í kvikmyndahús. Árið 2021 var svo loks gefið út hið svokallaða „Snyder-cut“ á HBO max, og áhorfendur fengu að sjá myndina sem Justice League átti að vera.

Í nýjasta þætti Poppkasts bíóhlaðvarps ígrunda þau Nanna Guðlaugar og Tómas Valgeirs hér muninn á þessum tveimur kvikmyndum, framleiðsluferlið og þessa furðulegu, víða hötuðu afbökun Whedons á (umdeilda?) stórverki Snyders

Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum en má nálgast hann hérna í gegnum Spotify.

Poppkast hóf göngu sína í vetur, en þar ræða þáttastjórnendur alls kyns kvikmyndatengd málefni út og inn. Á meðal umfjöllunarefnis má nefna ítarlegar greiningar á kvikmyndunum The Matrix Resurrections, Avatar: The Way of Water, Babylon, Justice League, Everything Everywhere All at Once og sjónvarpsþættina Black Mirror.

Auglýsing

læk

Instagram