Alvöru Spaghetti Bolognese

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 1 laukur skorinn smátt
  • 1 gulrót skorin smátt
  • 1 sellery stilkur skorinn smátt
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 500 gr nautahakk
  • 2 dl rauðvín (má skipta út fyrir rauðvínsedik eða tómatsafa)
  • 1 dós tómatar hakkaðir
  • 1 tsk ferskt rósmarín eða 1/4 þurrkað
  • 1 tsk fersk salvía eða 1/4 þurrkuð
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 350 gr spaghetti
  • fersk steinselja til skrauts
  • Parmesan ostur á toppinn

Aðferð:

1. Hitið olíu á meðalstórri pönnu. Steikið lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerý í um 5 mín eða þar til þetta fer að mýkjast.

2. Bætið kjötinu á pönnuna og steikið áfram í um 10 mín og hrærið reglulega í. Næst fer rauðvín, tómatar og krydd á pönnuna og allt hrært vel saman. Leyfið þessu að malla á vægum hita í um klukkustund. Kryddið til með salti og pipar.

3. Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkingu. Þegar pastað er klárt fer það á pönnuna með kjötsósunni og blandað vel saman. Berið fram með parmesan osti og ferskri steinselju.

Auglýsing

læk

Instagram