Auglýsing

Bakaður Brie með rósmarín, hunangi og sykruðum valhnetum

Hráefni/Sykraðar valhnetur:

  • 3 dl valhnetur
  • 1/2 dl hunang
  • salt á hnífsoddi

Hráefni/Brie ostur:

  • 1 brie ostur
  • 2-3 msk hungang
  • nokkrir stilkar rósmarín
  • stökkt baquette brauð eða kex

Aðferð/sykraðar valhnetur:

  1. Leggið bökunarpappír á ofnplötu. Hitið þurra pönnu í 2 mín eða þar til hún verður vel heit. Setjið þá valhneturnar á pönnuna ásamt hunangi og salti. Hrærið stanslaust í þessu þar til hunangið þykknar upp og hjúpar hneturnar. Það kemur dásamleg karamellulykt þegar þetta er klárt, passið að brenna þetta ekki.
  2. Hellið hnetunum á ofnplötuna og dreifið vel úr þeim. Leggið til hliðar og leyfið þeim að kólna við stofuhita.

Aðferð/brie ostur:

1. Hitið ofninn í 170 gráður. Leggið ostinn í miðjuna á eldföstu móti. Leggið 2 rósmarín stilka á ostinn ásamt örlitlu hunangi.

2. Bakið í 10-12 mín eða þar til osturinn er orðinn mjúkur viðkomu. Takið ostinn úr ofninum og leyfið honum að kólna í örfáar mínútur áður en hann er borinn fram. Toppið ostinn með extra hunangi, rósmarín. Berið fram með góðu stökku brauði eða kexi og sykruðu hnetunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing