Bakaður lax í ferskri sítrónu-rjómasósu

Fjölmörg heimili landsins hafa það að venju að matreiða fisk á mánudögum. Af því tilefni birtir Nútíminn gómsæta uppskrift að bökuðum laxi í ferskri sítrónu-rjómasósu. Uppskriftin er ávöxtur samstarfs okkar við Gestgjafann og þökkum við matreiðslumönnum þeirra innilega fyrir aðganginn að þessum ljúffengu uppskriftum. Verði ykkur að góðu!

Hráefni f/bakaðan lax:

 • 4 laxafillet
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 msk ólívuolía
 • 1 msk rifinn hvítlaukur
 • 2 msk hvítvín-má skipta úr fyrir 2 tsk Dijon sinnep
 • salt eftir smekk
 • svartur pipar eftir smekk

Hráefni f/sítrónu-rjómasósu:

 • 1/2 dl smjör
 • 2 tsk rifinn hvítlaukur
 • 2 msk hvítvín -má skipta úr fyrir 2 tsk Dijon sinnep
 • 1 1/2 dl rjómi
 • 1-2 msk sítrónusafi
 • 1 msk söxuð fersk steinselja

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 220 gráður. Smyrjið eldfast mót með smjöri.

2. Þerrið laxinn með pappír. Blandið saman sítrónusafa, ólivuolíu, hvítlauk og hvítvini saman í litla skál. Setjið laxinn í eldfasta mótið og smyrjið hann vel með sítrónu/hvítlauks blöndunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í 10-12 mín.

3. Á meðan laxinn er í ofninum bræðið þá smjör í potti. Bætið hvítlauk saman við og leyfið honum að malla í smjörinu í um 30 sek. Hellið þá hvítvíni saman við og leyfið þessu að malla í 2-3 mín. Bætið þá rjómanum og mallið áfram þar til sósan fer að þykkna aðeins.

4. Takið pottinn af hitanum og hrærið sítrónusafa og steinselju saman við. Hellið næst sósunni yfir laxinn. Berið fram með sítrónusneiðum og þínu uppáhalds meðlæti.

Auglýsing

læk

Instagram