Beikonvafinn hunangs-kjúklingur á spjóti

Hráefni:

  • 12 stk kjúklingalundir
  • 12 sneiðar beikon
  • 1/2 dl sojasósa
  • 2 msk chilli mauk
  • 4 msk hunang
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk rifinn hvítlaukur
  • 2 msk limesafi
  • 2 msk sesamolía
  • 2 msk maíssterkja
  • 12 viðarspjót, sem búið er að leggja í bleyti í 20 mín
  • lime sneiðar, til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Þræðið kjúklingalundirnar upp á spjótin og vefjið beikonsneið utan um þær. Raðið þeim næst á ofnplötuna.

3. Setjið sojasósu, chilli mauk, hunang, púðursykur, hvítlauk, lime safa, sesamolíu og maíssterkju í pott, hrærið þessu vel saman og hitið að suðu. Penslið kjúklingaspjótin rausnarlega með sósunni. Setjið kjúklinginn næst inn í ofninn í um 30 mín. Þegar eldunartíminn er hálfnaður eru spjótin tekin út, þeim snúið við og pensluð aftur.

4. Í lokin á eldunartímanum er gott að setja ofninn á grill stillingu í 2-3 mín en þá verður beikonið extra stökkt. Ef afgangur er af sósunni má pensla kjúklinginn aftur áður en hann er borinn fram.

Auglýsing

læk

Instagram