Brownie smákökur með sjávarsalti

Hráefni:

 • 90 grömm hveiti
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 220 grömm dökkt súkkulaði saxað niður
 • 60 gr ósaltað smjör skorið í teninga
 • 2 stór egg við stofuhita
 • 100 grömm sykur
 • 90 grömm ljós púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 85 grömm súkkulaði dropar
 • sjávarsalt til að toppa kökurnar með

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170 gráður. Setjið bökunarpappír tvær á ofnplötur. Hrærið saman hveiti, kakó, lyftiduft og salt í meðalstórri skál. Setjið dökka saxaða súkkulaðið ásamt smjöri í pott og hitið yfir vatnsbaði (má líka hita í örbylgjuofni). Takið til hliðar og leyfið þessu að kólna örlítið.

2. Þeytið saman egg, sykur og vanilludropa. Stillið næst á lægsta hraða og hellið bráðna súkkulaðinu rólega saman við. Hveitiblandan fer þá saman við og hrært í 20 sek, rétt til þess að þetta blandist allt saman. Hrærið síðast súkkulaði dropana saman við með sleif.

3. Gerið kúlur í hæfilegri stærð úr deiginu og raðið á ofnplöturnar með skeið, hafið 2-3 cm á milli þeirra svo þær renni ekki saman í ofninum. Bakið í 12-14 mín. Takið úr ofninum og dreifið sjávarsalti yfir þær.

Auglýsing

læk

Instagram