Langbesta keto kexið!

[the_ad_group id="3076"]

Hvort sem þú ert á keto mataræðinu eða öðru mataræði þá get ég ekki mælt meira með þessu heimagerða kexi. Ofboðslega gott með öllu áleggi eða hreinlega eintómt! 

Hráefni:

2 dl Rifinn ostur ( gott er að hafa þetta blöndu af einhverjum góðum feitum osti og parmesan osti )

1/2 dl rjómaostur

[the_ad_group id="3077"]

1 dl möndlumjöl

1 egg

1 tsk rósmarín

1/2 tsk salt

Aðferð:

1. Hita ofninn í 200 gráður og setja bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setja ostinn, rjómaostinn og möndlumjölið í skál. Þetta má svo bræða á tvenns konar vegu. Sumir kjósa að nota örbylgjuofninn en þá er þetta sett í örbylgjuvæna skál og inní örbylgjuofn í c.a. 1 mínútu. Einnig er hægt að hita þetta í vatnsbaði á hellu. Þegar þetta hefur allt bráðnað saman og búið er að hræra vel í þessu er gott að láta þetta standa í 2 mínútur áður en maður hrærir eggið saman við ásamt kryddinu.

3. Blandan er síðan sett á ofnplötuna, gott er að setja bökunarpappír yfir og þrýsta á þetta með höndunum svo deigið fletjist út.

4. Skera þetta svo í ferninga með t.d. pizzahníf. Inní ofn í c.a. 5 mín og taka þetta svo út og snúa þessu við, gott er að skera aftur í þetta og baka svo áfram í 5 mín. En fylgjast vel með þessu, ekki gott að brúna þetta of mikið.

Auglýsing

læk

Instagram