Ferskt kartöflusalat með klettasalati, vorlauk og pestói

Auglýsing

Hráefni:

 • 1 poki kartöflur, skornar í tvennt
 • ólívuolía
 • sjávarsalt
 • svartur pipar
 • 3 vorlaukar, skornir smátt
 • 2 handfylli klettasalat
 • 6 radísur, skornar í þunnar sneiðar

Klettasalats-pestó:

 • 2 handfylli ferskt klettasalat
 • 2 dl fersk basilka
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1/2 dl ristaðar furuhnetur
 • 1/2 dl parmesanostur
 • ½ tsk rifinn sítrónubörkur
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 msk hunang
 • 1 -1 1/2 dl ólívuolía

Blandið öllum hráefnum fyrir pestóið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Aðferð:

Auglýsing

1. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Dreifið úr kartöflunum á plötuna ásamt ólívuolíu, salti og pipar. Blandið vel saman og bakið í ofninum í 15 mín.

2. Eftir 15 mín er vorlauknum dreift yfir kartöflurnar og þetta bakað í 25 mín í viðbót eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega gylltar og mjúkar í gegn. Takið úr ofninum og leyfið þessu að kólna í 10 mín.

3. Setjið klettasalat og radísur í stóra skál. Blandið kartöflunum og vorlauknum saman við ásamt vel af heimagerða pestóinu. Toppið með svörtum pipar og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram