Ferskur kokteill með rósmarín og granateplum

Auglýsing

Þessi er líka ljúffengur óáfengur en þá einfaldlega sleppir maður því að setja gin í hann.

Hráefni fyrir tvo drykki:

50ml Gin
50ml granateplasafi
25ml sykur-sýróp (sýður saman 50/50 vatn og sykur þar til úr verður sýróp og kælir það síðan)
25ml sítrónusafi
Sódavatn
klakar
Granateplafræ og rósmarín stilkar til skrauts

Aðferð:

Auglýsing

1. Setjið gin, granateplasafa, sítrónusafa og sykursýróp í kokteilhristara ásamt klökum og hristið vel.

2. Setjið klaka í tvö glös og síjið drykkinn í glösin. Fyllið upp með sódavatni og toppið með granateplafræjum og rósmarín stilkum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Gratíneraðar kjötbollur

Gratíneraðar kjötbollur

Gratínerað blómkál

BBQ Blómkáls “vængir”

Instagram