Heimalagaður Hummus af allra bestu gerð!

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 hvítlauksgeirar, kramdir
  • 1 dós kjúklingabaunir, safinn sigtaður frá
  • 1/2 dl tahini
  • 3/4 tsk salt
  • 1/2 tsk cumin
  • 2 msk extra virgin ólívuolía
  • 4 msk kalt vatn
  • 1/4 – 1/2 tsk cayenne pipar, má sleppa

Aðferð:

1. Setjið hvítlaukinn og sítrónusafann í skál og leyfið þessu að standa í um 5 mín. Setjið þetta svo yfir í matvinnsluvél ásamt kjúklingabaunum, tahini og 2 msk af köldu vatni. Maukið þetta í smá stund.

2. Bætið þá salti, cumin, ólívuolíu og restinni af vatninu saman við og maukið þetta þar til blandan verður silkimjúk. Ef þið viljið hafa þetta smá spicy þá setjið þið smá cayenne í lokin og maukið aftur í nokkrar sek.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram