Hvítlauksristaðir sveppir með parmesan osti

Auglýsing

Hráefni:

1 box sveppir, sneiddir niður

3 msk ólívuolía

3 hvítlauksgeirar, rifnir niður

Auglýsing

2 msk rifinn ferskur parmesan

2 tsk fersk eða þurrkuð steinselja

¼ tsk salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið sveppina í stóra skál ásamt ólívuolíu, hvítlauk, salti, pipar og steinselju. Blandið þessu vel saman.

3. Dreifið úr sveppunum á ofnplötuna og bakið í 10 mín. Takið þetta næst úr ofninum og dreifið parmesanostinum yfir. Setjið þetta aftur inn í ofn í 2-3 mín þar til osturinn hefur bráðnað vel á sveppunum. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram