Ískaffi með Kahlua og Baileys

Auglýsing

Hráefni:

170 ml sterkt kaffi

60 ml rjómi

60 ml baileys

Auglýsing

30 ml kahlua

þeyttur rjómi

saxað súkkulaði eða karamellusósa til skrauts ( má sleppa )

Aðferð:

1. Hellið upp á mjög sterkt kaffi og leggið til hliðar.

2. Setjið rjóma, kahlua og baileys í hristara með klökum og hristið létt saman.

3. Fyllið glas með klökum og hellið blöndunni yfir (sía klakann sem hrist var með frá). Hellið kaffinu saman við og hrærið létt saman. Toppið með rjóma. Skreytið með söxuðu súkkulaði eða karamellusósu.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram