Kjúklingaspjót með heimalagaðri Satay sósu

Auglýsing

Hráefni í marineringu:

 • 600 gr kjúklingur skorinn í hæfilega munnbita
 • 1 msk karrý
 • 1 msk sykur
 • 2 tsk rautt karrý paste
 • 1 tsk salt
 • 1 dós  kókosmjólk
 • 13-16 spjót til að þræða kjúklinginn á

Satay sósa:

 • 2 msk rautt karrý paste
 • 2 dl hnetusmjör
 • 1/2 dl sykur
 • 2 tsk soyjasósa
 • 1 tsk salt
 • 2 msk eplaedik
 • 185 ml vatn

2 msk saxaðar salthnetur, ferskt kóríander og chilli til skrauts.

Aðferð:

Auglýsing

1. Setjið kjúklinginn og hráefnin í marineringuna saman í skál( ath, það fer einungis 1/4 af kókosmjólkinni í marineringuna, restin af dósinni fer í Satay sósuna á eftir), blandið vel saman og látið standa í amk 20 mín en helst einhverja klukkutíma. Þræðið síðan bitana á spjótin c.a 5 bita á hvert spjót.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið spjótin c.a. 3 mín á hvorri hlið, eða þar til þau verða fallega gyllt. Ef pannan er of troðin þá soðna spjótin frekar en steikjast og er þess vegna gott að steikja aðeins nokkur í einu.

3. Hellið restinni af kókosmjólkinni ásamt öðrum hráefnum í Sataty sósunni saman í heitann pott. Hrærið vel saman þar til sósan fer að malla, leyfið henni að malla í um 5 mín. Bætið örlitlu vatni eftir þörfum, sósan á að vera örlítið þykk samt ekki þannig að ekki sé hægt að hella henni. Lækkið hitann í lægsta hita og setjið lok á pottinn og leyfið henni að bíða á meðan verið er að klára að steikja spjótin.

4. Hellið sósunni síðan í litla skál og skreytið með söxuðum salthnetum. Raðið spjótunum á fat eða disk og skreytið með hnetum, kóríander og chilli. Berið fram með hrísgrjónum eða bara eitt og sér.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram