Kramdar kartöflur með beikoni og parmesan

Hráefni:

  • 1 poki litlar kartöflur
  • sjávarsalt
  • 220 gr beikon
  • ólívuolía
  • 200 gr sýrður rjómi
  • 3 msk sítrónusafi
  • ½ tsk rifinn sítrónubörkur
  • 2 tsk rifinn hvítlaukur
  • 2 vorlaukar, skornir smátt
  • 1 dl rifinn parmesan
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið kartöflurnar í pott með vatni og sjóðið í 8-12 mín.

2. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið beikon sneiðunum á plötuna. Bakið í 25-30 mín eða þar til beikonið er orðið vel stökkt. Færið beikonið yfir á disk ( gott er að leggja eldhúspappír á diskinn en þá dregur pappírinn mestu umfram fituna í sig og beikonið verður stökkara.

3. Hækkið hitann í ofninum í 220 gráður. Hellið vatninu af kartöflunum og þerrið þær aðeins. Raðið þeim næst á ofnplötuna sem beikonið var steikt á (notið sama bökunarpappír með beikonfitunni ). Leggið næst glas á hverja og eina og þrýstið aðeins niður svo þær kremjist örlítið. Dreifið ólívuolíu yfir kartöflurnar og kryddið með salti. Bakið þær næst í 20-25 mín, eða þar til þær verða vel stökkar.

4. Hrærið saman sýrðan rjóma og sítrónusafa í skál. Bætið sítrónuberki, vorlauk og hvítlauk saman við og blandið vel saman. Kryddið þetta til með salti.

5. Skerið beikonið í litla bita. Setjið kartöflurnar á fat og toppið þær með beikoninu, rifnum parmesan, sýrða rjómanum og svörtum pipar. Berið fram strax!

Auglýsing

læk

Instagram