today-is-a-good-day

Kramdar kartöflur með heimalöguðu hvítlaukssmjöri og parmesan

Hráefni:

  • 1 kg kartöflur
  • sjávarsalt eftir smekk
  • heimalagað smjör með hvítlauk og steinselju (uppskrift hér að neðan)
  • fersk steinselja eða saxaður graslaukur til skrauts
  • Nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær fara að mýkjast eða í 20 mín. Hellið vatninu af þeim.

2. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hitið ofninn í 225 gráður.

3. Raðið kartöflunum á ofnplötuna og kremjið þær örlítið niður með botninum á glasi. Setjið litla hvítlaukssmjör klípu á hverja kartöflu ásamt smá sjávarsalti.

4. Bakið í 25 mín og stillið ofninn á grill stillingu síðustu 10 mínúturnar.

5. Rífið ferskan parmesan ost yfir þær og setjið þær aftur inn í ofn þar til osturinn bráðar. Berið fram strax með ferskri steinselju.

Hvítlaukssmjör:

200 gr mjúkt smjör

3 hvítlauksgeirar rifnir niður

handfylli söxuð fersk steinselja

sjávarsalt

Öllu hrært vel saman. Gott er að gera smjörið nokkru áður en það er notað og leyfa því að standa í kæli. 

Auglýsing

læk

Instagram