Ofnbakaður aspas með parmaskinku, furuhnetum og parmesanosti

Hráefni:

  • Ferskur aspas
  • 2 msk ólívuolía
  • 4 sneiðar af parmaskinku, skornar niður
  • 1/2 dl rifinn parmesanostur
  • 2 msk furuhnetur
  • salt og pipar
  • ferskur sítrónusafi ( má sleppa )

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Raðið aspasinum á plötuna og setjið ólívuolíu yfir ásamt salti og pipar.

2. Dreifið næst parmaskinkunni, furuhnetunum og parmesanostinum yfir. Bakið þetta í um 10-15 mín eða þar til parmaskinkan er orðin stökk og aspasinn er farinn að mýkjast. Gott er að kreista sítrónusafa yfir þetta áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

læk

Instagram