Opin samloka með skinku, mozzarella, pestói og eggi

Hráefni fyrir 5:

  • 5 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 5 msk basilpestó
  • 10 sneiðar góð skinka
  • 5 sneiðar ferskur mozzarella
  • 5 léttsteikt egg
  • fersk basilika til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Raðið brauðsneiðum á plötuna og smyrjið 1 msk af basilpestói á hverja sneið. Toppið brauðsneiðarnar með mozzarella sneiðunum. Setjið inn í ofn í 5 mín.

3. Á meðan brauðið er í ofninum eru 5 egg léttsteikt á stórri pönnu og krydduð með salti og pipar. Takið næst brauðið úr ofninum og leggið 1 egg á hverja sneið. Skreytið með ferskri basiliku og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram