Ferskt sumarsalat með mozzarella, melónum og myntu-basil dressingu

Hráefni:

 • Salatið:
 • 1/2 lítil vatnsmelóna, steinarnir hreinsaðir úr
 • 1/4 hunangsmelóna, steinarnir hreinsaðir úr
 • 1/4 kantalópa, steinarnir hreinsaðir úr
 • 1 pakkning litlar mozzarella kúlur
 • 8-10 sneiðar parmaskinka, rifinn niður
 • 4 bollar klettasalat
 • Dressing:
 • 1 dl fersk mynta
 • 1 dl fersk basilika
 • 1 hvítlauksgeiri
 • salt og pipar
 • rifinn börkur af 1 sítrónu
 • safinn úr 1 sítrónu
 • 1 msk hunang
 • 1 dl extra virgin ólívuolía

Aðferð:

1. Skerið út melónukúlur úr melónunum ( Ef ekki er til sérstakt áhald til að móta kúlurnar má skera melónurnar í teninga). Setjið kúlurnar í skál ásamt mozzarellakúlunum og rifnu parmaskinkunni. Leggið til hliðar.

2. Setjið allt hráefnið fyrir dressinguna í matvinnsluvél og blandið vel saman.

3. Dreifið úr klettasalatinu á fat og dreifið úr melónunum, mozzarellaostinum og parmaskinkunni yfir salatið. Hellið dressingu yfir eftir smekk og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram