Ostakaka með toblerone og saltkaramellu

Auglýsing

Hráefni:

Botninn:
  • 150g digestives eða homeblest súkkulaðikex, mulið niður
  • 50g ósaltað smjör, bráðið
  • 1 msk kakó
Fyllingin:
  • 300g rjómaostur
  • 200ml rjómi
  • 200g toblerone, bráðið
  • 2 msk  hlynsýróp eða annað sýróp
Til skrauts:
 • saltkaramellusósa, hægt að kaupa tilbúna karamellusósu og setja í hana smá sjávarsalt
 • 30g Toblerone

Aðferð:

1. Setjið mulda kexið, smjörið og kakó í skál og blandið vel saman. Smyrjið 20 cm smelluform með smjöri. Þrýstið kex-blöndunni í botninn á forminu. Kælið.

2. Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur, bætið þá rjómanum útí og þeytið áfram þar til blandan er orðin silkimjúk.

Auglýsing

3. Blandið bræddu toblerone varlega saman við með sleif ásamt sýrópi. Hellið blöndunni yfir botninn í forminu og kælið í a.m.k. 3 klst.

4. Þegar kakan er orðin vel stíf þá er hellt yfir hana saltkaramellu eftir smekk ásamt muldum toblerone bitum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram