Ótrúlega einfaldur Tikka Masala kjúklingur

Hráefni í marineringu:

 • 1/2 kg skinn og beinlaus kjúklingur (bringur, lundir, læri, hvað sem þið viljið)
 • 200 gr grískt jógúrt
 • 1 msk Garam Masala
 • 1 msk limesafi
 • 1 tsk svartur pipar
 • 1/4 tsk engifer

Hráefni í sósu:

 • 400 gr tómatar í dós, hakkaðir
 • 4 dl rjómi
 • 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 4 tsk Garam Masala
 • 1/2 tsk paprika
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk cayenne

Aðferð:

1. Skerið kjúklinginn í hæfilega munnbita. Hrærið saman hráefnið fyrir marineringuna í stórri skál. Bætið kjúklingabitunum saman við og blandið vel saman. Setjið filmu eða lok yfir skálina og inn í ísskáp í klukkustund.

2. Hitið pönnu og setjið helminginn af marineraða kjúklingnum á pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur eða þar til bitarnir fara að brúnast. Færið bitana yfir á disk eða fat og steikið svo hinn helminginn af kjúklingnum. Takið bitana til hliðar.

3. Lækkið hitann á pönnunni í miðlungshita og hráefnið í sósuna fer á pönnuna. Hitið að suðu, bætið kjúklingum á pönnuna og leyfið þessu að malla í um 20 mín og hrærið reglulega í þessu. Berið fram með hrísgrjónum og toppið með fersku kóríander.

Auglýsing

læk

Instagram