Pasta með mozzarella, tómötum og basil

Auglýsing

Þetta pasta er eitt það einfaldasta og fljótlegasta sem ég veit um. Engu að síður er þetta vinsælasta pastað á mínu heimili og klárast upp til agna í hvert skipti sem það er eldað. Einfalt er stundum best.

Hráefni:

400 gr pasta að eigin val (spaghetti, skrúfur, skeljar)

1-2 kúlur mozzarella ostur skorinn í teninga

Auglýsing

1 bakki litlir tómatar skornir niður

handfylli af ferskri basiliku söxuð niður

1 dl ólívuolía

salt og pipar

Parmesanostur.

Aðferð:

1. Ólívuolía, tómatar, basilika, salt og pipar allt sett í stóra skál og hrært vel saman.

2. Pastað er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu. Þegar pastað er tilbúið og búið að sigta vatnið frá, er því einfaldlega hellt saman við hráefnin í skálinni og blandað vel saman.

Berið fram með vel af parmesan og svörtum pipar.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram