Ristaðar gulrætur og brokkolí með rifnum parmesan

Hráefni:

  • 6 gulrætur, skornar í bita
  • 1 brokkolí höfuð skorið í bita
  • 1 1/2 tsk ítalskt krydd
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 2 msk ólívuolía
  • 3 msk rifinn parmesan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Dreifið gulrótar og brokkolíbitunum á ofnplötuna ásamt ólívuolíunni.  Hrærið kryddin saman í skál og dreifið blöndunni næst yfir grænmetið. Hristið þetta vel saman.

3. Bakið í 20 mín eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og farið að gyllast aðeins. Takið úr ofninum, dreifið parmesan yfir og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram