today-is-a-good-day

Sænsk möndlukaka

Hráefni:

2 dl hveiti

2 dl sykur

120 gr smjör við stofuhita

2 egg

1 tsk möndludropar

1 dl saxaðar möndlur eða möndluflögur

Aðferð:

1. Setjið hveiti og sykur í stóra skál og hrærið saman.

2. Setjið mjúkt smjörið útí og við notum hendurnar til þess að blanda þessu vel saman. Hér má einnig nota hrærivél (nota spaðann) og blanda þessu saman á lægsta styrk.

3. Næst hrærum við 2 egg saman við möndludropana og hellum blöndunni saman við hveitiblönduna og hrærum vel.

4. Hellum deiginu í hringlaga form og dreifum möndlunum jafnt yfir. Þetta er síðan bakað í um 25 mín eða þar til kakan er orðin gyllt og falleg.

Auglýsing

læk

Instagram