Taco-súpa sem yljar

Hér kemur góð uppskrift sem færa líkama og sál góða næringu í skammdeginu.

TACO-SÚPA fyrir 4

1 msk. ólífuolía
250 g nautahakk
4 msk. taco kryddblanda
1 laukur
1 dós svartar baunir
1 dós nýrnabaunir
1 lítil dós maísbaunir
1 dós hakkaðir tómatar
1 dós tómatsósa
½ rautt chilli, smátt saxað (má sleppa)
5 dl heitt vatn
2 nautakraftsteningar

Setjið olíuna í pott. Kryddið hakkið með taco-blöndunni og brúnið það vel í pottinum. Bætið smátt söxuðum lauk saman við og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið baununum út í ásamt hökkuðum tómötum, tómatsósu og chilli. Leysið nautakraftinn upp í vatninu og bætið saman við. Látið suðuna koma upp og súpuna krauma í nokkrar mínútur.

OFAN Á

sýrður rjómi
kóríander
avókadó
límónusneiðar
nachos
rifinn ostur
saxað chilli

Súpuna má toppa með einhverju eða öllu af ofantöldu ásamt hverju því sem hugurinn girnist.

Þessi uppskrift og fleiri frá Gestgjafanum eru aðgengilegar á áskriftarvef Birtings.
Auglýsing

læk

Instagram