Þriggja osta kartöflumús sem þú verður að prófa!

Hráefni:

  • 1 poki kartöflur
  • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1/2 dl kjúklingasoð
  • 5 dl mjólk
  • 1 tsk salt og 1/2 tsk pipar, meira eftir smekk
  • 2 dl bragðmikill cheddar ostur, rifinn niður
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 1 dl  havarti ostur, rifinn niður
  • 6 msk smjör
  • 1 msk salvía

Aðferð:

1. Flysjið kartöflurnar sjóðið þær í 30 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn.

2. Maukið kartöflurnar ásamt hvítlauk, kjúklingasoði, salti og pipar. Blandið mjólkinni saman við í skömmtum, gott er að meta þannig hvort það þurfi að nota alla mjólkina.

3. Hrærið ostana saman við, setjið lok á pottinn og leyfið þessu að malla á lágum hita í 10-12 mín.

4. Á meðan er smjörið brætt í litlum potti. Þegar smjörið er farið að brúnast örlítið fer salvían saman við og potturinn er tekinn af hitanum. Hellið smjörinu saman við kartöflumúsina og hrærið þessu saman. Smakkið til með salti og pipar áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

læk

Instagram