Trönuberja Moscow Mule kokteill

Hráefni:

  • 6 cl vodka
  • 3 cl trönuberjasýróp
  • 1 1/2 cl lime safi
  • 18 cl engiferöl/Ginger beer
  • lime sneiðar til skrauts
  • mintulauf til skrauts
  • trönuber til skrauts

Trönuberjasýróp:

  • 120 grömm trönuber, fersk eða frosin
  • 60 gr vatn
  • 60 gr sykur

Aðferð:

1. Setjið hráefnið í trönuberjasýrópið í pott og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og leyfið þessu að malla þar til trönuberin mýkjast vel upp. Hellið blöndunni í gegnum fínt sigti og notið sleif til þess að ná að þrýsta sem mestu af sýrópinu í gegn. Leggið til hliðar og kælið.

2. Blanda saman í einn kokteil: Blandið vodka, trönuberjasýrópi og lime safa í fallegt glas, koparkönnu ef hún er til, og hrærið. Setjið klaka upp að hálfu glasi og fyllið næst glasið með trönuberjasafa. Skreytið með limesneiðum, myntu og trönuberjum. Kokteillinn er einnig frábær óáfengur en þá er einfaldlega sleppt vodkanum.

Auglýsing

læk

Instagram