10 merki þess að þú hafir innbyrt of mikið af koffíni

Auglýsing

Það getur verið gott að fá sér kaffi eða orkudrykk við ýmis tækifæri. Koffín er örvandi efni sem gefur aukna orku í nokkrar klukkustundir eftir inntöku.

Koffínneysla hefur aukist mikið á Íslandi og margir eru háðir koffíni til að komast yfir daginn. Allt er gott í hófi en fullorðnir einstaklingar ættu að takmarka neysluna við 400mg sem eru um fjórir bollar af kaffi.

Gosdrykkir, te, kaffi, súkkulaði, orkudrykkir, megrunarpillur og íþróttadrykkir innihalda koffín svo það getur reynst erfitt að takmarka neysluna.

Hér eru 10 hættumerki um að þú drekkir of mikið af kaffi eða orkudrykkjum.

Auglýsing

10. Svefnlausar nætur eru algengt merki um of mikla koffínneyslu yfir daginn.

9. Koffín er örvandi því getur mikil neysla valdið reiði og skapsveiflum. 

8. Yfirþyrmandi þreyta getur myndast þegar koffín fer yfir ákveðin mörk.

7. Óþægindi í maga og brjóstsviði eru þekktar aukaverkanir koffínneyslu.

6. Lystarleysi.

5. Vöðvakippir.

4. Hausverkur.

3. Svimi og flensueinkenni.

2. Óskýr sjón þar sem fátt virðist vera í fókus.Image result for blurry vision

1. Hjartsláttartruflanir eða óreglulegur hjartsláttur.

Þeir sem kannast við þessi einkenni ættu að fara varlega í koffínneyslu á næstunni.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram