10 hlutir sem fólk með flippaða hárliti er orðið þreytt á að heyra!

Auglýsing

Margir vilja vera með flippaða hárliti. Fjólublátt var rosalega i tísku fyrir ekki svo löngu og margar stelpur lituðu líka hárið steingrátt.

Grænt, blátt, rautt og bleikt er alltaf töff og eru margir sem kjósa að lita hárið þannig.

En þetta folk þarf allt að heyra sömu hlutina reglulega og er löngu komið með leið á þeim. Hér eru 10 slíkir hlutir:

1. Þú ert bara að gera þetta fyrir athyglina.

2. Þú færð aldrei vinnu með þennan hárlit.

3. Þú ert í rauninni að BIÐJA um að sé gert grín að þér!

4. Það á enginn eftir að verða hrifin/n af þér þegar hárið á þér er svona.

5. Þú átt eftir að horfa á myndir af þér þegar þú verður eldri og sjá eftir þessu.

6. Þú værir svo sæt/myndarlegur ef þú værir með eðlilegan hárlit.

7. Ætlarðu svo að lita það á hverjum degi í stíl við fötin þín?

8. Ég veit ekki hvað mér finnst um þennan lit. Mér fannst það betra eins og það var.

9. Ertu ekki orðin/n full gömul/gamall fyrir svona tryllta liti?

10. Er þetta ekki bara eitthvað tímabil? Ertu að ganga í gegnum erfiðleika?

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram