12 sniðug ráð til að losna við syfju og þreytu á náttúrulegan máta!

Flestir þekkja það þegar þreyta og syfja herjar á yfir daginn – en það eru til nokkrar sniðugar náttúrulegar leiðir til að koma í veg fyrir það.

Hér eru 12 ráð frá nokkrum atvinnumönnum í heilsugeiranum um hvað er sniðugt að gera til að viðhalda fullri orku.

Beina- og liðskekkjufræðingur (osteopathy) – Antonia Cook
1. Maca duft: Duft frá öflugum perúskum berjum sem eru full af B vítamíni, full af næringu – og hefur góð náttúruleg áhrif á skapið. Gott að bæta einni teskeið við boostið á morgnanna.

2. Dökkt súkkulaði: Súkkulaði sem er 70% eða meira er mjög örvandi, fullt af andoxunarefnum og bætir skapið náttúrulega.

3. Engiferte: Heitt engifer-te getur komið í staðinn fyrir kaffi – sem frábær uppistaða orku.

4. Öndun: Að anda reglulega djúpt eykur súrefnisflæði. Gott að telja upp á fjóra í innöndun og sex í útöndun.

LÆKNIRINN – Deyo Famuboni

5. Tækni-stopp: Að hætta að horfa á skjái eftir klukkan níu á kvöldin, það á við um síma, iPad, tölvu- og sjónvarpsskjái. Ljósið hefur áhrif á hormónin sem eiga að vera við lýði þegar myrkrið fellur að.

6. Ekki drekka neitt nokkra tíma fyrir svefninn: Að vera með fulla blöðru af vökva getur truflað svefninn.

MARKÞJÁLFINN – Jo Davidson

7. Notaðu morguninn: Til að halda uppi orku, þá fer ég á fætur 90 mínútur áður en ég þarf að fara út. Á þeim tíma geri ég stífar æfingar, hlusta á hressandi tónlist og öflugar hvatningarræður. 

8. Hugleiddu: Það er gott að taka tíma til að hugleiða um morguninn. Þannig næst einbeiting til að vinna að skýrum markmiðum yfir daginn.

9. Matar- og orkudagbók: Að para saman mat og orku er frábær leið til að fatta hvaða matur hefur góð – og slæm áhrif á þig.

NÆRINGAFRÆÐINGURINN – Charlotte Watts

10. Sjáðu fyrir þér dagsbirtu: Að ímynda sér dagsbirtu hefur þau áhrif að vekja upp heilann – því það hefur sömu áhrif og að sjá raunverulega birtu.

11. Leggstu niður í sofa: Að leggjast niður í smá stund getur gefið taugakerfinu akkúrat þá litlu hvíld sem þarf til að hressast við.

12. Kitlaðu efri góminn með tungunni: Að kitla efri góminn með tungubroddinum – það hefur áhrif á taugar sem leiða upp í heilann.

Auglýsing

læk

Instagram