today-is-a-good-day

6 mánaða barn með lungna- og hjartavandamál SIGRAÐI í baráttunni við kórónaveiruna!

Litla ofurkrúttið hún Erin Bates var enn að jafna sig eftir skurðaðgerð út af lungna- og hjartavandamálum þegar að hún var greind með Covid-19.

Hún er ekki nema 6 mánaða gömul og útlitið var ansi svart – en starfsfólkið á Alder Hey spítalanum í Liverpool gerðu allt sem þau gátu til að gefa henni það sem hún þurfti til að berjast við þessa banvænu veiru.

Og sem betur fer þá tókst það! Eftir ótrúlega tvísýna baráttu þá hefur Erin staðið uppi sem sigurvegarinn og mælist ekki lengur með veiruna.

Hún er enn á spítala til öryggis, en hún er svo sannarlega á batavegi og er ekki talin vera í lífshættu lengur.

Emma móðir hennar Erin heldur áfram að deila myndinni hér fyrir ofan og hvetur fólk til að halda sig heima við ef það mögulega getur og annars virða 2ja metra mörkin – það gæti bjargað lífinu hjá börnum sem eru viðkvæm fyrir eins og henni Erin.

Emma þakkar starfsfólkinu á sjúkrahúsi og lýsir þeim sem sannkölluðum hetjum – og við hjá menn.is erum svo sannarlega sammála þeirri lýsingu.

Það varð augljóst í þessum heimsfaraldri að heilbrigðisstarfsfólk eru sannkallaðar ofurhetjur!

Auglýsing

læk

Instagram