7 HRÆÐILEGIR hlutir sem Íslendingar gera undir stýri!

Þegar maður er að keyra á maður að hafa fulla athygli á akstrinum. Því miður er alltof mikið af fólki sem tekur heimskulegar ákvarðanir í umferðinni!

Hér er listi yfir 7 hræðilega hluti sem Íslendingar hafa gerst sekir um að gera í umferðinni!

#1. Taka Snapchat
Þetta er það algengt að maður trúir því bara ekki. Að taka Snapchat eða sjálfsmynd á meðan þú ert að keyra er með því heimskasta og hættulegasta sem þú getur gert! Þú ert að stofna sjálfum þér og öðrum í hættu! Ef þú ert ein/n af þeim sem snappar á ferð átt þú bara að skammast þín og lofa hér með að gera það aldrei aftur!

#2. Leita að einhverju
Fólk er alltaf að leita að einhverju í töskum eða á gólfinu í bílnum en það getur verið mjög hættulegt. Ef þú þarft nauðsynlega að finna hlutinn sem þú misstir eða týndir – sem er mjög líklega síminn þinn – legðu bara bílnum aðeins – og ef það er síminn notaðu tækifærið til gera það sem þú þarft að gera í honum áður en þú heldur áfram!

#3. Gera eitthvað „Dónó“
Það eru margir sem vilja gera eitthvað öðruvísi og spennandi þegar kemur að kynlífi. Krakkar það er ekki í lagi að gera eitthvað „dónó“ í umferðinni! Þetta er bara ekki rétti staðurinn til þess og getur verið stórhættulegt þar sem ökumaðurinn er ekki með fulla athygli á því sem hann ætti að vera gera – sem er að  KEYRA! Ef þið hafið einhver bíla blæti lokiði ykkur bara inní bílskúr og ef þið viljið einhverja spennu fariði í bingó!

#4. Borða hor!
Já boðra hor… Ohh hvar á ég að byrja… Þetta er hræðilega ógeðsleg sjónmengun og hefur truflandi áhrif á aðra í umferðinni. Ef þú vilt borða horið þitt gerðu það heima hjá þér og NEI þetta „styrkir“ ekki ónæmiskerfið, spurðu hvaða hjúkku sem er. – Fyrir utan það ferðu til helvítis ef þú borðar hor..

#5. Vera í símanum yfir höfuð!
Sama hvort þú sért að svara skilaboðum frá mömmu þinni, fara á Google maps eða spila Candycrush – Það er ekkert sem afsakar það að vera í símanum! Ekkert! Ef þú þarft nauðsynlega að tala við einhvern eða svara sms legðu bílnum í smá stund!

#6. Keyra þreyttur
Ég er ekki að tala um að vera smá þreyttur. Ég er að tala um að vera það þreyttur að þú ert farin/-n að dotta. Ef það hellist yfir þig massíf þreyta – sem gerist oft í löngum akstri – Legðu útí kanti og taktu 15 mín „power napp“. Það gæti bjargað lífi þínu og mögulega annara!

#7. Keyra undir áhrifum
Sama hvort það séu sljóvgandi lyf (þessi með rauða þríhyrningnum), kanabis, áfengi eða eitthvað annað – EKKI KEYRA UNDIR ÁHRIFUM! Við vitum öll hvað þetta er hættulegt og hversu margir slasast og deyja út af því! Ef þú ert ekki edrú – ekki keyra! Þetta er bara ekki flóknara en það!

 

Sjáumst í umferðinni!

Auglýsing

læk

Instagram