today-is-a-good-day

9 hlutir sem gera vinnufélagana alveg BRJÁLAÐA

Það er alltaf gaman að pirra þá sem eru manni nánastir – og þá sérstaklega vinnufélagana!

Hér eru 9 ráð sem eru alveg vís til að trylla samstarfsfélagann:

Bora í nefið

Þú heldur að enginn hafi tekið eftir þér að kitla heilann en við sáum þig. Og við sáum þig klína slummunni undir skrifborðstólinn. Notaðu pappír, kommon!

Risastóru Heyrnatólin 

Ok það er viðbjóðslega pirrandi að heyra þig tromma í borðið endaust, ekki einu sinni í takt og svo ertu að hlusta svo hátt á tónlistina að þú gætir alveg sleppt heyrnatólunum.

Að vaska ekki upp

Ekki vera manneskjan sem vaskar ekki upp. Ekki skilja óhreinu kaffibollana eftir í vaskinum eða bara rétt skola bollann og ganga svo frá honum. Hristir þú hann kannski bara einu sinni eftir að þú ert búinn að pissa? Eða skeinir þú þér bara einu sinni? Vonandi ekki!

Troða of miklu í ruslakörfuna

Hún er full. Tæmdu hana. Ekki setja hálfkláraða kókdósina þína efst á hrúguna þannig að næsta manneskja þarf að tæma körfuna og fá klístraða ruslaputta.

Naga pennann

Plís ekki naga alla penna sem eru til á skrifstofunni. Það vill enginn tugginn slefpenna.

Slá of fast á lyklaborðið

Kannski hatar þú vinnuna þína. Ekki taka það út á lyklaborðinu þínu. Það hefur ekki gert þér neitt.

Klukkutímaklósettferðir

Er verið að losa sig við gamlar syndir? Hvað er eiginlega í gangi í maganum á þér. Það þarf enginn klukkutíma til að kúka. Nema að þú sért með alvarlega hægðatregðu, og þá er best að fara til læknis. Þú ert bara að hanga í símanum, ekki satt?

Sötrarinn

PLÍÍS drekktu bara græna te-ið þitt ekki sötra það á meðan þú horfir með vandlætingu á mig drekka Redbúllinn minn. Þú ert ekkert betri manneskja en ég!

Kaffiblaut skeið í sykurkarið

Þessi skeið er bara til þess að setja sykur í kaffið þitt…EKKI TIL AÐ HRÆRA Í ÞVÍ LÍKA. Og ef þú hrærir með þessari skeið, ekki setja hana aftur í sykurkarið!!!

Ert þú að vinna með einhverjum svona?

Auglýsing

læk

Instagram