today-is-a-good-day

Á brúðkaupsdaginn fékk brúður með Downs-heilkenni þetta bréf frá föður sínum

Paul Daugherty skrifaði þetta fallega bréf til dóttur sinnar á brúðkaupsdeginum hennar. Bréfið er virkilega hjartnæmt og hann vildi að hún vissi að hann væri stoltur af henni.

Hún veit það núna!

„Eftir tvær klukkustundir munt þú ganga göngu lífs þíns, göngu sem þú hefur gert merkilegri með öllu því sem þú hefur afrekað í lífi þínu fram að þessari stundu. Ég veit ekki hverjar líkurnar eru á því að kona með Downs-heilkenni giftist ást lífs síns. Ég veit bara að þú hefur sigrað allar líkur.

Það sem okkur tókst aldrei að gera var að láta öðrum krökkum líka við þig. Samþykkja þig fyrir það hver þú ert, verða vinir þínir og standa með þér. Við höfðum áhyggjur af þér þá, hvernig líf er það fyrir barn sem ekki er boðið með í næturgistingar og afmælisveislur?

Ég hafði áhyggjur af þér þá. Ég grét síðar um kvöld eitt þegar þú varst 12 ára, komst niður stigann og sagðir „Ég á enga vini“

Við óskum öll þess sama fyrir börnin okkar. Heilbrigðis, hamingu og þess að þau búi yfir forvitni og lífsgleði til að takast á við heiminn. Ég hefði áhyggjur af þér Jillian.

Þær voru óþarfar. Þú ert félagsvera frá náttúrunnar hendi. Þau kölluðu þig „bæjarstórann“ í grunnskóla því þú talaðir við alla. Þú fórst í háskóla og eignaðist fullt af vinum.

Manstu alla hlutina sem þau sgöðu að þú myndir aldrei gera Jills? Þú myndir aldrei keyra mótorhjól eða taka þátt í íþróttum. Þú færir aldrei í háskóla. Og þú myndir svo sannarlega aldrei gifta þig. Líttu á þig núna …“

Auglýsing

læk

Instagram