Auglýsing

Aðdáendur sáu GÁTU í sýnishorni fyrir THE BATMAN sem átti að vera erfið en var leyst á mettíma – myndband

Aðdáendur The Batman rákust á gátu sem hafði augljóslega verið settinn sem áskorun til þeirra – í nýju sýnishorni úr myndinni um leðurblökumanninn.

Hugmyndin var að það tæki tíma að leysa gátuna og skemmtilegar umræður myndu skapast á netinu. Það tók hins vegar einn snilling ekki nema 2 klst að leysa gátuna sem kom framleiðendum á óvart.

Í sýnishorni fyrir The Batman birtir Riddler sem leikinn er af Paul Dano gátu sem minnir á gátur frá Zodiac raðmorðingjanum. Hann skilur eftir heillakort á fórnarlambi sínu þar sem stendur : „What does a liar do when he’s dead?” – og svarið er 11 tákn.

Mike Selinker prófaði aðferðir sem FBI hefur notað til að finna aðgangsorð sem að lokum leiddi hann í rétta átt. Aðferðin er of flókin til að útskýra en það er mikið afrek að leysa slíka gátu á aðeins tveimur klukkustundum. Svarið við gátunni reyndist vera: „He lies still.” sem er orðagrín sem Riddler persónunni þykir skemmtilegt.

Hér að neðan má sjá magnað sýnishorn þar sem gátan kemur fyrir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing