Af hverju fá sumir strákar rautt skegg þó þeir séu ekki rauðhærðir?

Skegg tískan hefur verið í algeru hámarki undanfarin ár og sá er ekki maður með mönnum sem ekki hefur allavega gert tilraun til að safna í myndarlegt skegg.

Yfirleitt helst skegg og hárlitur í hendur, en þó eru nokkur dæmi um það að skeggið sé í örðum lit en hárið. Stundum vill það gerast að menn safna í skegg og fara fljótlega að taka eftir því að skeggið er rautt, þó hárið sé brúnt.

En hvað veldur? Það eru fleiri en við að velta þessu fyrir sér en vefsíðan iflscience.com heyrði í Petra Haak-Bloem sem starfar fyrir Erfocentrum, Austurískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í erfðum.

Hún segir að þetta velti allt á geni sem heitir MC1R. Hún segir að genin sem stjórni hárlit séu misjöfn og þess vegna sé fólk oft með mismunandi liti á hári, skeggi, undirhanda og skaphárum.

Hún segir að MC1R genið hafi mikið að gera með það hvort fólk sé rauðhært eða ekki.

Ef þú erfir það frá báðum foreldrum verður þú rauðhærður einstaklingur en erfir þú það bara frá öðru foreldri er líklegt að skeggið þitt verði rautt.

 

Og þar höfum við það.

Auglýsing

læk

Instagram