Bílstjóri í ógöngum á LAUGAVEGINUM í Reykjavík á Nýárskvöld! – Beygði inn í staur og sat fastur – Myndband

Bílstjóri sem hugðist beygja niður Laugaveginn frá Klapparstíg rétt fyrir klukkan 20 að kvöldi Nýárskvölds, tók beygjuna aðeins of snemma og endaði pikkfastur á staur með áföstu reiðhjóli inni í miðri hlið bílsins. Staur þessi tilheyrir hliði fyrir svokallaðar sumargötur sem notuð eru til að takmarka umferð á blíðviðrisdögum, en hliðið stóð galopið á þessum tíma.

 

Bílstjórinn og farþegar reyndust vera ferðamenn frá Austurlöndum fjær og fengu dygga aðstoð gangandi vegfarenda við að losa bílinn með handafli, enda komst bíllinn hvorki lönd né strönd með hefðbundnum aðferðum. Bíllinn var nokkuð laskaður, bæði beyglaður og rispaður, en staurinn nánast heill. Hafði farið af honum smá málning sem auðvelt er fyrir Reykjavíkurborg að laga.

Svona lítur sambærilegt hlið út nýmálað

Ökumaður sem átti leið niður Laugaveginn náði þessu myndbandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram