BJÖRK leikur norn ásamt Nicole Kidman í nýrri víkingamynd sem á að gerast á Íslandi!

Söngkonan Björk hefur óvænt tekið að sér hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Robert Eggers sem er best þekktur fyrir „The Witch and the Lighthouse.“.

Myndin hefur vinnuheitið „The Northman“ og er hefndarsaga af víkingum á Íslandi til forna. Willem Dafoe og Nicole Kidman eru meðal leikara í myndinni.

Eggers fékk aðstoð frá ljóðskáldinu Sjón við handritið en Sjón er góðvinur Bjarkar.

Björk fékk mikið lof gagnrýnenda árið 2000 þegar hún lék í Dancer in the Dark en hún átti erfitt samstarf við Lars Von Trier leikstjóra. Sagan segir að að reynsla hennar hafi verið svo slæm að hún sagðist aldrei láta sér detta í hug að leika í kvikmynd aftur.

Hún hefur þó verið talin mjög hæfileikarík leikkona svo það verður gaman að sjá hana á skjánum ásamt Nicole Kidman.

Auglýsing

læk

Instagram