today-is-a-good-day

Börn sem alast upp með gæludýri eru með STERKARA ónæmiskerfi en þau sem gera það ekki

Tímaritið Time birti rannsókn sem sýnir fram á að börn sem alast upp við gæludýr á heimilinu séu með sterkara ónæmiskerfi.

Virðist þar sannast hið forkveðna: „Á misjöfnu þrífast börnin best.“

Í rannsókninni kom meðal annars fram að börn sem ólust upp með gæludýrum voru 44% ólíklegri til að fá sýkingu í eyra og 29 ólíklegri til að þurfa sýklalyf.

Einnig var munur á milli hunda- og kattaeiganda, þar sem að börn á fyrsta ári voru 31% líklegri til að vera heilbrigð ef það var hundur á heimilinu og 6% líklegri ef það var köttur.

Nánar er útskýrt hvað það er sem veldur þessum mun í myndbandinu hér að neðan.

En þar segir meðal annars að á meðan ofnæmi og astmi hafi farið hækkandi á undanförnum áratugum – á meðan smitsjúkdómum hafi farið fækkandi. Þetta stafi af því að fólk lifi einfaldlega í of hreinu umhverfi og ónæmiskerfinu sé ekki haldið í æfingu.

Þannig hundar og kettir eru ekki bara góður félagsskapur – heldur gera þau okkur heilbrigðari líka!

Auglýsing

læk

Instagram