Dökka hliðin á vaxtarækt kvenna – Þamba vatn og vodka til að virðast stærri – MYNDIR

Vaxtarækt
kvenna er ekki vinsælasti flokkurinn meðal kvenna hér á landi en mun fleiri keppa í öðrum fitness flokkum.

Það er alls ekki óalgengt að konur sem keppa í vaxtarækt notist við stera og estrogen blokkera og ástralski læknirinn Dr David Mountain hefur nú fundið sig knúinn til að vara við afleiðingum þess á opinberum vettvangi.

Hann segir að lifra og nýrnabilanir ásamt ófrjósemi séu ekki óþekktar afleyðingar á notkun þessara lyfja.

„Íþróttin ýtir undir óeðlilega hegðun, vandamál með líkamsýmind og ég held að það sé vandamál að við séum með íþróttagrein sem snýst um það eitt að sýna óeðlilegt ástand líkamans“ bætir hann við.

Bodybuilders and fitness models are drinking up to five times the recommended amount of water per dayKonur í fitness og vaxtarækt í Ástalíu hafa verið að nota hættulegar leiðir til að stækka sig fyrir mót en ein þeirra felur í sér að drekka virkilega mikið magn af vatni rétt áður en farið er á sviðið.

Aðferðin er köllluð „Waterloading“ og felur í sér að þær drekka allt að fimm sinnum ráðlagðan dagskammt af vatni.

A leading Australian doctor has warned that these intense techniques are putting the lives of women at riskMyndir af keppendum í Ástalíu að hella í sig vodka og víni rétt áður en farið er á svið hafa einnig valdið áhyggjum meðal heilbrigðis starfsmanna þar í landi. Áfengið drekka þær því það veldur vökvatapi og sýnir vöðvana betur.

Í samtali við TheDilyMail viðurkenndu nokkrir keppendur að vikurnar fyrir mót innbirtu þær aðeins 1000 kaloríur á dag þrátt fyrir strangar æfingar.

(Þegar greinin birtist fyrst var talað um kraftlyftingar kvenna en það á að sjálfsögðu að vera vaxtarækt. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum)

 

Auglýsing

læk

Instagram