Ef þú elskar POPP – þá ættir þú líklega að lesa þetta!

Ert þú tilbúin/n að heyra hræðilegar fréttir?

Örbylgjupopp er hreinlega hræðilegt fyrir líkamann okkar á alla mögulega vegu.

Allt frá umbúðunum og að hráefninu í poppkorninu sjálfu er alvarlega skaðlegt heilsu okkar.

Margar af vinsælustu tegundunum innihalda skaðlegar olíur og bindiefni sem tengja má við alvarleg heilsuvandamál.

Pokarnir sjálfir eru húðaðir með „perfluorooctanoic“ sýru, eitruðu efni sem notað er meðal annars í teflon potta og pönnur. Efnið veldur krabbameini og ófrjósemi hjá dýrum, en hefur ekki enn verið prófað á mannfólki (skrýtið?).

Það sem er enn verra er að framleiðendur poppsins eru að halda ýmsum hráefnum leyndum sem sérfræðingar telja að geti verið enn hættulegri en þau sem eru uppgefin. Þessi „leynihráefni“ eru talin geta valdið ýmiskonar veikindum á borð við Alzheimer eða lungnaskemmdum.

En ekki örvænta (meira en þú hefur gert nú þegar): Rannsóknir benda til þess að venjulegt poppkorn sé algjörlega skaðlaust, svo poppaðu bara sjálf/ur!

Ef þú hefur ekki gert það áður þá tekur það aðeins 5 mínútur og flestir segja að það sé ennþá betra en örbylgjupopp!

Auglýsing

læk

Instagram