Auglýsing

Svona leit Madonna út ÁÐUR en hún varð fræg – 29 MYNDIR

Madonna er oft kölluð drottning poppsins (e. the Queen of Pop) og hún er svo sannarlega búin að vinna sér inn fyrir þeim titli.

En hvernig var hún eiginlega áður en hún varð heimsfræg?

Ljósmyndarinn Richard Cormann ákvað að gefa okkur innsýn inn í líf hennar fyrir frægðina með því að deila 29 myndum sem hann tók af henni árið 1983 – rétt áður en ballið byrjaði!

Richard hafði þetta um myndatökuna að segja:

Snemma í maí 1983 þá hringdi móðir mín í mig og sagði mér að hún hefði verið að ráða leikara í nýju myndina hans Martin Scorcese „The Last Temptation of Christ“ og að það hefði kona sótt um hlutverkið hennar Maríu Magdalenu sem ég yrði bara að ljósmynda.

„Hún er frumleg – eitthvað sem heimurinn hefur aldrei séð áður!“ sagði móðir mín. Ég var rétt að hefja ferilinn minn og í leit að heillandi fyrirsætum, svo ég samþykkti að taka myndirnar.

Konan sem um ræddi var Madonna og þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið hlutverkið þá heillar hún mig og alla í kringum sig enn þann daginn í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing