Færðu oft höfuðverk? – 8 leiðir til að LOSNA við hausverk!

Flest fáum við höfuðverki, hvort sem þeir eru létt pirrandi eða dúndrandi og við það að kljúfa höfuðið.

Leiðir til þess að losna við þá eru margar og mismunandi en hér eru nokkrar sem hægt er að grípa í…

1. Auðvitað koma verkjalyf sér vel

Panodil og Íbúfen eru hvað vinsælust, þau geta verið seinvirk og tekið allt upp í 1 – 2 tíma að virka. Því er best að taka þau um leið og þú finnur verkinn byrja.
En ekki er samt mælt með því að grípa of oft og reglulega í þau. Þú bæði byggir upp þol og svo geta þau farið illa í líkaman sem dæmi meltinguna.

2. Reyndu að halda þig frá kaffinu.

Það er reyndar stundum koffein í verkjalyjfum því það getur hjálpað með verkina en ef viðkomandi er orðinn háður koffíni, eða drekkur meira en tvo bolla á dag, og hættir síðan snögglega getur það valdið höfuðverkjum.
Dagleg notkun á koffíni víkkar blóðæðarnar í heilanum. Þegar líkamin fær síðan ekki koffínið sitt þá þrengjast þær aftur og valda verkjum.

3. Drekktu vatn.

Þurrkur í líkamanum getur leitt til höfuðverkjar, sérstaklega eftir uppköst eða í þynnku. Drekktu stórt vatnsglas ef þú finnur að þú sért að fá höfuðverk og haltu svo áfram að drekka einn og einn sopa yfir allan daginn.
Mælt er með að karlmaður drekki um 3 lítra af vatni á dag og kvenmaður 2 lítra. En það er bara viðmið og einstaklingur sem æfir mikið eða er veikur getur þurft meira.
*drekkið vatnið helst ekki of kalt, við stofuhita er best.

4. Að slaka á, á rólegum dimmum stað.

Þú getur dregið fyrir gluggatjöldin lagst niður og slakað á öllum líkamanum í allavega 30 mínútur. Þetta getur gefið líkamanum færi á að slakna og jafna sig.

5. Að gera stuttar vöðva æfingar.

Ef þú legst niður, lokar augunum og slakar á. Síðan byrjaru að kreppa ennið í 5 sekúndur og slakar svo og einbeitir þér að slöknun vöðvana. Því næst ferðu í annan hóp og svo koll af kolli.
Þeir eru: enni, augu og nef, varir-kinnar-kjálki, lófar, hendur, axlir, bakið, kviður, maðmir-rass, læri, kálfar og tær.

6. Kæla höfuð.

Kæling getur hjálpað æðum að draga sig saman og minnkað bólgur sem gætu þá létt á sársaukanum.
Gott er að nota þvottapoka með köldu vatni. Kældu og breyttu upp á nýtt þegar þú finnur að hann er orðinn volgur.

7. Nudda hársvörð og andlit.

Settu þumlana á gagnaugað (mjúka blettinn við hlið augnana) haltu þeim þar og nuddaðu með hinum fingrunum í litla hringi frá gagnauga og yfir ennið. Einnig getur nudd milli augabrúna og niður nefið hjálpað.
Best er að skella sér í sturtu og taka langt nudd á ársverðinum með sjampó. Ef þú nennir ekki í sturtu er einnig hægt að bleyta fingurna með olíu og nudda hársvöðin þannig.

8. Að slaka á og anda djúpt.

Þetta er einfalt og vert að prufa. Legstu niður í dimmu herbergi með enga truflun, farðu úr eða losaðu um föt sem þrengja að. Lokaðu augunum og einbeittu þér að andardrættinum. Andaðu rólega í gegnum nefið, þú ættir að finna magan þrýstast út þegar þú fyllir lungun af lofti. Haltu andanum í 2-3 sekúndur og andaðu rólega út þar til þú finnur að lungun eru tóm.

Auglýsing

læk

Instagram