today-is-a-good-day

Fólk sem blótar og vinnur í óreiðu er GÁFAÐRA en aðrir! – RANNSÓKN

Samkvæmt rannsókn sem birtist í American Association for Psychological Science – þá kemur í ljós að þeir sem eru í óskipulögðu umhverfi sýndu betri niðurstöður en þeir svo voru í hreinu og sterílu umhverfi.

Tveir hópar voru látnir vinna í annars vegar hreinu umhverfi og svo í óreiðu – og síðarnefndi hópurinn skilaði talsvert betri niðurstöðum.

Kathleen Vohs í Háskólanum í Minnesota, sem stýrði rannsókninni sagði þetta um niðurstöðurnar:

„Umhverfi í óreiðu virtist hvetja fólk til að hugsa út fyir kassann og fá nýjar og ferskar hugmyndir.“

Blótsyrði

Önnur rannsókn sem var birt í The Journal of Language and Science ályktaði að fólk sem blótar sé gáfaðara en aðrir.

Tveir rannsakendur báðu fólk að blóta eins mikið og þeir gætu á 60 sekúndum. Síðan báðu þeir fólkið að nefna eins mörg dýr og þeir gátu sem byrjuðu á: a, f eða s.

Þeir sem gátu blótað mest – voru líka þeir sem höfðu víðastan orðaforða. Þannig þótt fólk blóti þýðir það ekki að það kunni ekki önnur orð …

Auglýsing

læk

Instagram