Heiðar keyrði á svartan hund í Kópavoginum – ,,Ég reyndi að hemla niður og sveigja frá“

Hann Heiðar Valur Bergmann sagði frá því leiðinlega atviki í opna Facebook hópnum ‘Kársnesið Okkar’ að hann keyrði á hund þegar hann var á leiðinni upp Borgarholtsbrautina í Kópavoginum í gær.

Heiðar reyndi að hemla og sveigja frá, en því miður þá skall hundurinn á bílnum.

Eftir að hafa keyrt um hverfið og leitað að hundinum án árangurs, þá ákvað Heiðar að láta reyna á mátt Facebook og segja frá atvikinu – í von um að finna eigandann og fá að vita hvað gerðist fyrir greyið hundinn.


Úff
Ég var að keyra upp Borgarholtsbrautina í átt að Hamraborg núna kl 23:00 í kvöld og skyndilega stökk svartur hundur út á götuna
Ég reyndi að hemla niður og sveigja frá en náði því miður ekki, ég fann að hundurinn skall á bílnum, ömurlegt !!!

Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikið hökkið var, hundurinn hrökklaðist eitthvað og hljóp svo til baka beint niður brekkuna vestan megin og á milli húsa.

Ég leitaði að honum og rúntaði um hverfið en sá hann ekki. Vil einnig taka það fram að það var engin eigandi sjáanlegur

Mér fannst þetta vera fullorðin labrador alveg svartur, en veit það svo sem ekki alveg 100%

Ég þekki þannig hund á Borgarholtsbraut 9 (þetta var þar fyrir framan) en hann var heima hjá sér og ekkert amar að honum.

Vildi bara segja frá þessu, ef einhver skildi kannast við hundinn eða hvort að hann sé slasaður eða ég veit ekki?

Þetta var ömurlegt að lenda í og vita ekkert hvað varð um hundinn

Pössum okkur og látum hundana okkar ekki vera eina á kvöldgöngu

Hún Kristin Cardew er eigandi hundsins og þegar hún sá póstinn þá þakkaði hún honum fyrir að láta vita af þessu og baðst fyrirgefningar á þessu ömurlega atviki.

Sem betur fer þá fékk hundurinn bara lítið sár á höfuð.

Þetta er frábært dæmi um hvernig maður á að bregðast við þegar óhöppin eiga sér stað – vel gert Heiðar Valur!

Auglýsing

læk

Instagram