Hún er 26 ára gömul fyrirsæta með sjaldgæfan andlits „galla“ – Gjöf hennar eru myndirnar og skilaboðin! – MYNDIR

Auglýsing

„Minntu heiminn á að allir eru fallegir“ – Þetta eru orð Ilka Brühl sem er 26 ára þýsk fyrirsæta sem fann hlutverk sitt í að deila jákvæðni og valdeflingu með því að segja sögu sína.

Síðan hún fæddist hefur hún lifað lífi annsemda: „Ég var fædd með andlitsgalla – þannig að nef mitt var ekki myndað til fulls. Auk þess vantar táragang í auganu vinstra megin, þannig það lekur alltaf tár úr auganu á mér hægra megin.“

Auglýsing

Eftir ótal aðgerðir er Ilka núna sjálfsörugg ung kona, og deilir sögu sinni og reynslu, með von um að hvetja fólk til að elska sjálft sig.

Fyrir tveimur árum fór hún að pósa fyrir ljósmyndaravin sinn. „Það var mikið af jákvæðum viðbrögðum, þannig ég fékk meira hugrekki til að sýna sjálfa mig eins og ég er. Hrein og stend með sjálfri mér.“

Ilka deilir myndunum til að hvetja fólk að koma út úr skelinni og sýna þeirra sönnu fegurð. „Það er aðeins ein leið til að vera ljótur: með því að vera ljótur karakter. Það þarf engin/n að fela sig út af útliti.“

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram