Hvað finnst þér vera sanngjarnt? – Frábær tilraun! – MYNDBAND

Apar geta skotið ljósi á hegðun okkar manna – enda erum við lítið annað en dýr í fötum.

Hér var gerð tilraun til að athuga réttlætistilfinningu apa. Tveir apar voru settir í búr og ef þeir leystu ákveðið verkefni fengu þeir gúrku. Og urðu báðir sáttir með það.

Hins vegar á ákveðnum tímapunkti fór annar apinn að fá vínber fyrir að leysa verkefni – en hinn apinn hélt áfram að fá gúrkur. Og allt í góðu með það?

Svona líka alls ekki. Apinn sem fékk gúrku sá að hinn var að fá vínber og varð heldur betur svona fúll! Hann vildi þá ekki sjá neina fjandans gúrku.

Og þetta er það sem búsáhaldabyltingin gekk út á hjá okkur mannfólkinu!

Auglýsing

læk

Instagram