Instagram áhrifavaldar urðu VEIKIR út af eiturefnum – Héldu að úrgangslosunarsvæði væri fallegt blátt lón! – MYNDIR

Jæja, þá er komið að því að veita Darwin verðlaunin enn og aftur – og í þetta sinn þá eru það Instagram áhrifavaldar sem eiga „heiðurinn“ skilið!

Á fallegum stað á Norðvestur-Spáni þar finnur þú blátært lón sem er kallað Monte Neme – lón sem Instagram áhrifavaldar geta ekki hætt að heimsækja, enda er magnað að taka myndir þarna.

Fallegt, finnst þér það ekki?

Vandamálið er bara að þetta er alls ekki tært lón, heldur svæði sem er notað fyrir losun á eitruðum úrgangi – og það að skella sér í smá sundsprett hér er vægast sagt hættulegt.

Niðurstaðan er sú að fjöldinn allur af fólki hefur þurft að leita á sjúkrahús út af húð- og magavandamálum í kjölfarið af heimsókn í vatnið.

Einn áhrifavaldur sem fór í mengaða vatnið sagðist hafa fengið slæm ofnæmisviðbrögð sem vörðu í tvær vikur og að þetta hefði verið „svolítið slæmt – en myndin var þess virði.“

Eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan og neðan þá láta áhrifavaldar ekkert stoppa sig frá því að heimsækja þennan stað – og það er í raun bara spurning um hvenær en ekki hvort eitthvað banvænt á sér stað í kjölfarið á þessum heimsóknum.

Auglýsing

læk

Instagram