Júdómeistarinn Teddy Riner tapaði í FYRSTA sinn í 10 ár – þökk sé ótrúlegu bragði! – MYNDBAND

Þrítugi júdókappinn Teddy Riner hefur keppt í 154 viðureignum síðustu 10 árin og unnið þær allar.

Það var því talið að enginn gæti sigrað þennan margfalda júdómeistari – en svo mætti Teddy honum Kageura Kokoro og með ótrúlegu bragði þá náði Kageura að sigra Teddy:

Teddy hefur sigrað Kageura áður og eins og þið sjáið á svipnum á Teddy í myndbandinu hér fyrir ofan þá kom ósigurinn honum vægast sagt á óvart.

Teddy hefur tvisvar sinnum orðið Ólympíumeistari í júdó á ferli sínum og tíu sinnum heimsmeistari – og þrátt fyrir að hann hafi loksins tapað bardaga eftir 10 ár af stöðugum sigrum, þá búast allir við því að Teddy sigri aftur á Ólympíuleikunum í sumar.

Teddy segist vera þakklátur fyrir að hafa loksins tapað, því að nú getur hann hætt að hugsa um að ná sem flestum sigrum og í röð – og einbeitt sér að hverri og einni viðureign í staðinn.

Auglýsing

læk

Instagram