Kannt þú UMFERÐAR-TUNGUMÁLIÐ?

Það eru margir sem halda að þeir geti ekki tjáð sig í umferðinni af því að þeir eru lokaðir inní stálkassa á hjólum. Það er stór misskilningur.

Það er til eitthvað sem kallast umferðar-tungumál og hér ætlum við að fara lauslega yfir það.

#1. Háu ljósar-blikk       Ef einhver sem keyrir á móti þér blikkar þig með háu ljósunum er hann sennilega að benda þér á að þú sért ljóslaus. Ef þið eruð að keyra í miklu myrkri getur verið að hann sé að benda þér á að vinsæmlegast slökkva á þínum eigin háu ljósum, bara svona rétt á meðan þið mætist, svo hann blindist ekki. Ef hvorugt á við þá getur verið að hann sé að vara þig við lögreglunni sem er að mæla hraða 😉

#2. Stefnuljósar-forgangurÞegar tveir bílar mætast þar sem annar þarf að hleypa hinum er gott að gefa merki til að láta hinn vita hvað maður ætlar sér að gera. Ef þú telur þig vera nær þrengingunni en hinn geturðu gefið stefnuljós til vinstri og með því sagt að þú ætlar á undan. Ef þú hinsvegar ert ekkert að flýta þér og í góðu skapi geturðu gefið stefnuljós til hægri til að segja að hinn megi fara á undan.

#3. Að þakka fyrir sigRelated imageÞegar einhver hleypur þér inní umferð eða á undan sér, er alltaf vel séð að þakka fyrir sig. Það getur verið gert með því að lyfta upp annari hendinni, blikka háu ljósunum létt (ef bílinn er fyrir framan) eða haldið ykkur; kveikja á hættuljósinu, leyfa því að blikka tvisvar og slökkva aftur (ef bíllinn er fyrir aftan).

#4. Bremsuljósar-blikkImage result for fat ass

Ef þú ert fyrir aftan einhvern sem bremsar niður nokkrum sinnum í röð, með þeim afleiðingum að bremsuljósin blikka, skaltu hægja á þér. Ökumanninum finnst þú sennilega vera of nálægt rassgatinu á sér og er ekki tilbúinn að gefa í eða fara yfir á hægri akrein til að leyfa þér að komast framhjá.

#5. Að vera með einhvern í rassgatinu á sérRelated image

Ef þú tekur eftir því að einhver er óþæginlega nálægt skottinu þínu skaltu skipta yfir á hægri akrein ef þú getur. Annað hvort ert þú að keyra langt undir löglegum hraða eða manneskjan er að flýta sér og þú ert bara fífl að hennar mati!

#6. Flautan góðaImage result for the mask horn

Flautuna á aðeins að nota í neyð t.d. þegar vara þarf aðra við hættu. Sumir ökumenn nota hana samt til að vekja athygli á því að það sé komið grænt ljós og einhver sé að gleyma sér í símanum, eða til að skamma einhvern sem hefur verið frekur eða svínað á sig.

#7. FingurinnRelated image

Fingurinn er auðskiljanlegt og alþjóðlegt merki (sem er jákvætt að því leiti að það er ekki hægt að mistúlka það neinstaðar). Ef þú færð fingurinn hefurðu móðgað, pirrað eða sært einhvern. Ef þú ert í órétti væri fallegt af þér að biðjast afsökunnar (hendin upp). Ef þú ert í rétti eða bara orðinn jafnreiður og hinn er ekkert að því að losa smá spennu og bara senda honum einn fingur á móti.

Image result for funny people car

Vonandi hjálpar þetta einhverjum að skilja tungumál umferðar betur og vera meira vakandi í umferðinni.

 

Auglýsing

læk

Instagram