Konur eru betri bílstjórar en karlar – Vísindin hafa talað!

Þetta er eitthvað stærsta baráttumál kynjanna og því hefur löngum verið haldið fram að konur séu verri bílstjórar en karlar.

Skoðanakönnun ein greindi frá því að aðeins 28% kvenna trúa því að konur séu betri bílstjórar en karlar – og einungis 13% karla deila þeirri skoðun.

Rannsókn á vegum tryggingafélagsins Privilege leyddi aftur á móti í ljós að konur eru í raun betri ökumenn er karlmenn.

Rannsóknin fylgdist með 50 bílstjórum innan úr bílnum reglulega og á gatnamótum var fylgst með 200 bílum keyra hjá. Konur skoruðu þar að meðaltali 23.6 stig af 30 (79%) á meðan meðaltal karlanna var aðeins 19.8 af 30 (66%).

Einn hluturinn sem fylgst var með var hversu nálægt næsta bíl bílstjórinn ók. Aðeins 4% kvenna óku of nálægt næsta bíl, á meðan 27% karla gerðu það.

Þannig kom í ljós að skoðanir fólks á því hvort kynið er betri bílstjóri eru gjörólíkar raunveruleikanum.

Sorrý strákar!

Auglýsing

læk

Instagram